Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Lista­safn Lands­bank­ans - Kjar­val, hrein­ar lín­ur og hringrás

Á vef Landsbankans eru einnig greinar um þrjár myndlistarsýningar í bankanum. Árið 2020 voru 24 Kjarvalsverk í eigu bankans sýnd í Austurstræti 11. Árið 2021 opnaði sýning á íslenskum abstraktverkum úr listasafni bankans og árið 2023 opnaði sýning þar sem veitt var innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafnsins.  
24. ágúst 2024

Listasafn Landsbankans - Jóhannes S. Kjarval 

Mörg verk í Kjarvalssafni bankans teljast ótvírætt til lykilverka í sögu íslenskrar myndlistar. Tengsl listamannsins við Landsbankann voru ævinlega náin og í bankanum er að finna eitt besta safn verka hans í einkaeigu. Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885—1972) var tvímælalaust sérstæðasti og ástsælasti myndlistarmaður Íslendinga á tuttugustu öld. Arfleifð hans er ákaflega umfangsmikil og fjölbreytt, og tekur til landslagsmynda, draumkenndra hugsýna og mannamynda sem oft og tíðum renna saman í eitt.  

Lesa grein.

Hreinar línur - Íslensk abstraktlist, 1956-2007 

Í listasafni Landsbankans er að finna fjölbreytt úrval verka eftir helstu abstraktmálara þjóðarinnar, kannski í meira mæli en búast mætti við af gamalgróinni bankastofnun. Í árdaga abstraktlistar, um 1950-60, átti hún í vök að verjast meðal íhaldsamra landsmanna og því hafa kaup bankans á slíkri myndlist tvímælalaust aukið á vinsældir hennar meðal almennings. Vegna þessarar áherslu bankans geymir listasafn hans eitt stærsta úrval landsins af verkum eftir helstu abstraktmálara þjóðarinnar, t.d. Karl Kvaran. 

Lesa grein.

Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans 

Á sýningunni var kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitti innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi.  

Lesa grein.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Listakonur í Landsbankanum 
Á heimsvísu hefur athygli í vaxandi mæli beinst að listaverkum eftir konur á undanförnum áratugum. Á þetta við um verk núlifandi kvenna sem og verk þeirra sem ruddu brautina. Í safneign Landsbankans eru fjölmörg listaverk sem teljast til þjóðargersema og þar af eru mörg eftir konur. 
Að hafa listaverk fyrir augunum veitir uppörvun og hvetur til hugsunar
Landsbankinn á mikinn fjölda listaverka sem spanna alla sögu íslenskrar myndlistar og eru fjölbreytt hvað varðar stíl, stærð og efni.