Vefkökur
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.
Nánar um vefkökurListaverkavefurinn
Tilgangurinn með þessum vef er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverkasafns bankans. Vefurinn opnaði á Menningarnótt 2024 og var sjónum þá beint að þeim verkum sem eru í Reykjastræti 6. Á Menningarnótt 2025 bættist við umfjöllun um verk í eigu bankans sem eru eftir konur í tilefni Kvennaársins.

Bankinn á gott safn verka eftir frumkvöðla í íslenskri myndlist en einnig mikið af verkum eftir helstu abstraktmálara þjóðarinnar. Bankinn á til að mynda eitt stærsta safn málverka eftir Jóhannes S. Kjarval. Kjarval var nátengdur bankanum, var með vinnustofu í Austurstræti, með öll sín viðskipti við bankann og gerði veggmyndir og portrettmyndir af fyrstu bankastjórunum.
Listaverkavefinn gerði Sara Karen Þórisdóttir, vefritstjóri hjá Landsbankanum. Gerð vefsins er hluti af lokaverkefni hennar í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.