Listaverkavefurinn

Tilgangurinn með þessum listaverkavef er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverkasafnsins. Í þessari útgáfu vefsins sem var opnuð á Menningarnótt 24. ágúst 2024 er sjónum beint að þeim verkum sem eru í Reykjastræti 6.

Reykjastræti 6

Bankinn á gott safn verka eftir frumkvöðla í íslenskri myndlist en einnig mikið af verkum eftir helstu abstraktmálara þjóðarinnar. Bankinn á til að mynda eitt stærsta safn málverka eftir Jóhannes S. Kjarval. Kjarval var nátengdur bankanum, var með vinnustofu í Austurstræti, með öll sín viðskipti við bankann og gerði veggmyndir og portrettmyndir af fyrstu bankastjórunum.

Listaverkavefinn gerði Sara Karen Þórisdóttir, vefritstjóri hjá Landsbankanum. Gerð vefsins er hluti af lokaverkefni hennar í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur